Opið hús í Tryggvabúð

Þann 4. desember síðastliðinn hefði björgunarsveitin Tryggvi á Selfossi orðið 50 ára. Af því tilefni verður opið hús í Tryggvabúð næstkomandi sunnudag.

Stofnun björgunarsveitarinnar Tryggva markaði upphaf björgunarsveitastarfs á Selfossi en sveitin sameinaðist Slysavarnardeildinni Dröfn á Stokkseyri undir merkjum Björgunarfélags Árborgar árið 1999.

Afmælinu verður fagnað sunnudaginn 11. desember, þegar gestum og gangandi verður boðið að kynna sér tæki og búnað Björgunarfélags Árborgar milli klukkan 15:30 og 17:00 í Tryggvabúð, húsnæði sveitarinnar við Árveg 1.

Tilvalið að kíkja með börnin og leyfa þeim að máta bílana, bátana og fleira.