Opið hús í Héraðsdómi Suðurlands

Í tilefni af 20 ára afmæli héraðsdómstólanna á Íslandi þann 1. júlí sl. verður opið hús hjá Héraðsdómi Suðurlands að Austurvegi 4 á Selfossi á morgun frá kl. 11-14.

Þá gefst fólki kostur á að skoða húsakynni dómsins og fræðast um starfsemi hans.