Opið hús í FSu

Fimmtudaginn 22. janúar er opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá klukkan 10:00 til 11:30 og 13:30 til 15:00.

Kennslustofur verða opnar og hægt að ganga um og kíkja á kennslu og verkefnavinnslu nemenda í öllum húsum skólans; Odda, Iðu og Hamri.

Þarna gefst foreldrum, eldri nemendum og öðrum áhugasömum tækifæri til þess að fylgjast með því fjölbreytta og spennandi starfi sem fram fer í skólanum.

Opna húsið er liður í að efla samstarf heimila og skóla og tengsl við nærsamfélagið.

Kaffi verður á könnunni í matsalnum.

Fyrri grein28 sækja um starf verkefnisstjóra
Næsta greinBrjóstahaldari á meðal sönnunargagna