Búrfellsstöð II var formlega gangsett síðastlðinn fimmtudag en stöðin er átjánda aflstöð Landsvirkjunar.

Af því tilefni verður opið hús í Búrfellsstöð II næstkomandi sunnudag, þann 1. júlí frá kl. 11 til 15. Allir áhugasamir geta skráð sig til heimsóknar og mætt á bílaplanið við Búrfellsstöð. Rútur munu ferja gesti þaðan í nýju aflstöðina, þar sem starfsfólk Landsvirkjunar fræðir gesti um framkvæmdina.

Stöðvarhúsið er staðsett 300 metra inni í fjalli og eru gestir hvattir til að koma í góðum skóm og klæða sig eftir veðri.

Léttar veitingar verða í boði fyrir gesti.

Hægt er að skrá sig í heimsókn hér.

TENGDAR FRÉTTIR:
Hornsteinn lagður að Búrfellsstöð II og stöðin gangsett