Opið hús hjá VISS á föstudag

Föstudagurinn 22. maí er kynningardagur „Dags góðra verka“ hjá Hlutverki, samtökum um vinnu og verkþjálfun.

Hlutverk eru landssamtök með 27 sambandsaðilum og er VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi aðili að þessum samtökum.

Tilgangur Hlutverks er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasambönd, innanland og utan, í upplýsinga- og fræðsluskyni varðandi atvinnumál fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda. Að stuðla að góðu samstarfi og samskiptum milli aðila innan sambandsins og gæta hagsmuna þeirra.

Einnig leitast Hlutverk við að vera ráðgefandi stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ráðuneyti og annarra sem sjá um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðs fólk. Ásamt því að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði.

Í tilefni dagsins 22. maí verður opið hús allan daginn hjá VISS í Gagnheiði 39. Þar er hægt að kynnast fjölbreyttri starfsemi VISS og boðið verður upp á vöfflur og kaffi.

Fyrri greinTík gekk lambi í móðurstað
Næsta greinKonurnar heima og karlanir úti