Opið fyrir hugmyndir

Hugmyndagátt hefur verið sett upp á heimasíðu Rangárþings ytra en hreppsráð samþykkti það á síðasta fundi sínum.

Tilgangurinn með hugmyndagáttinni er að gefa íbúum kost á að koma með markvissum hætti að stefnumörkun sveitarfélagsins og íbúalýðræði.

Vonar hreppsráð að íbúar sendi hugmyndir varðandi hagræðingu og sparnað ásamt öðru sem betur mætti fara í sveitarfélaginu – og ekki síður greina frá því sem vel er gert.

Hugmyndir og ábendingar koma nafnlausar inn á borð hreppskrifstofunnar en þeir sem vilja skilja eftir nafn geta einnig gert það.