Opið fræðsluerindi um einelti

Æskulýðsvettvangurinn hefur farið hringferð um landið í haust með fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu. Erindið verður flutt á Selfossi í kvöld.

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, flytur fyrirlestur byggðan á nýútkominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun.

Fyrirlesturinn verður hjá Fræðsluneti Suðurlands kl. 20 í kvöld. Allir velkomnir.