Ónýtur eftir eldsvoða

Eldur kviknaði í fólksbíl í Þrengslunum laust fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er gjörónýtur.

Talið er að eldur hafi kviknað í mælaborði bílsins.

Lögregla var kölluð til ásamt slökkviliði BÁ í Hveragerði.

eldurthrengsli290212thtr_801309610.jpg
Bíllinn var alelda þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. sunnlenska.is/Þórir Tryggvason