(Ó)nýtt landsmót á Selfossi

Landsmót ÆSKÞ, Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar, fer fram á Selfossi um næstu helgi 20. til 22. október. Yfirskrift mótsins í ár: (Ó)nýtt landsmót – minnir okkur á það að hver hlutur og hugmynd er auðlind.

Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars. Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og sama tíma sýna virðingu, ef við sækjumst alltaf bara eftir einhverju nýju skiljum við aldrei fullkomlega auðinn sem býr í hverjum hlut og því síður það kraftaverk sem jörðin okkar er.

Dagskráin er þéttskipuð, sundlaugarpartý, kvöldvökur, helgistundir fræðsla, vinnuhópar í tenglsum við þemað, ratleikur um bæinn, hæfileikakeppni, DJ Egill Spegill og Hr hnetusmjör sjá um ballið. Lokapunktur landsmóts er messa í Selfosskirkju en þar mun sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjóna og Kristján Valur Ingólfsson predika.

Fyrri greinViðreisn þorir, þorir þú?
Næsta greinEndurnýjaður samningur um frítímastarf í Selfosskirkju