Önnur gul viðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 11 og fram að miðnætti á föstudag.

Búist er við suðvestan 15-20 m/sek með talsverðri rigningu eða slyddu. Snjókoma verður til fjalla í fyrstu en þegar líður á daginn má búast við dimmum éljum, lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Í dag er gul viðvörun í gildi á Suður- og Suðausturlandi til klukkan 7 í fyrramálið.

Fyrri greinN1 svarar ákalli um 98 oktana bensín
Næsta greinFlugfélagið Ernir flýgur til Vestmannaeyja