Veðurstofan hefur gefið út aðra gula viðvörun þessa helgina á Suðurlandi. Hún tekur gildi kl. 15 á sunnudag, vegna austan hvassviðris eða storms.
Gert er ráð fyrir 15-23 m/sek, með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Aðstæður verða varasamar ökutækjum sem taka á sig vind.
Viðvörunin á Suðurlandi gildir til klukkan 5 að morgni mánudagsins 1. desember.
Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildir kl. 20 á sunnudagskvöld og gildir til klukkan 14 á mánudag. Hvassast verður í Öræfum en vindhviður allt að 35-40 m/sek við fjöll.

