Önnur gul viðvörun

Það eru gular og appelsínugular viðvaranir víða um land seint á fimmtudagskvöld.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 20 á fimmtudagskvöld og fram til klukkan 3 aðfaranótt föstudags.

Gert er ráð fyrir hvassri norðanátt, 13-20 m/sek og snörpum hviðum við fjöll.

Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og lausamunir geta fokið.

Fyrri greinÍslenskur matur fyrir Íslendinga
Næsta greinKonurnar á Eyrarbakka