Önnur flóðbylgja á leiðinni

Klukkan hálf sex barst viðvörun frá lögreglunni um að önnur flóðbylgja væri á leiðinni niður Markarfljót.

Vinnuvélar Vegagerðarinnar voru umsvifalaust fjarlægðar þar sem þær voru að hefjast handa við að fylla í skarð austan stóru Markarfljótsbrúarinnar.

Þá hefur lögreglan hefur vísað fólki úr Fljótshlíð og lokað fyrir umferð þangað.