Ölvunarakstur endaði í skafli

Aðfaranótt laugardags fékk lögreglan tilkynningu um bifreið utan vegar við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang sat ölvuð kona í bifreiðinni. Hún var handtekin og færð á lögreglustöðina á Selfossi.

Við yfirheyrslu viðurkenndi konan að hafa ekið bifreiðinni ölvuð og misst hana útaf veginum þar sem hún festist í snjó.