Ölvun og pústrar í Galtalæk

Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur nálægt Galtalæk í nótt. Hann var látinn sofa úr sér á lögreglustöð.

Í Galtalæk fer fram lítil útihátíð um helgina í tengslum við jaðarsportgreinar og eru um 400 manns á svæðinu.

Skemmtanahaldið hefur að mestu leyti farið vel fram að sögn lögreglunnar. Snemma í morgun fór þó að vera nokkuð um pústra á milli manna og var reytingur af verkefnum hjá lögregluþjónum frá Hvolsvelli, sem voru þar við eftirlit.