Ölvun og þungir bensínfætur

Lögreglan á Selfossi stöðvaði fjóra ökumenn í nótt sem voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hvolsvallarlögreglan stóð tíu ökumenn að hraðakstri í umdæmi sínu í gærkvöldi.

Þrír þeirra sem Selfosslögreglan stöðvaði voru undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum fíkniefna. Annars var nóttin róleg hjá Selfosslöggunni.

Sá sem hraðast ók í umdæmi Hvolsvallarlöggunnar var á 141 km hraða og var því nálægt sviptingarhraða sem er 146 km/klst. Sá sem ók næst hraðast var á 131 km hraða en að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil umferð í umdæminu í gær og gekk hún slysalaust þrátt fyrir að nokkrir hafi verið með þungan bensínfót.

Fyrri greinFyrsti heimaleikurinn í dag
Næsta greinÍ svörtum fötum í Hvítahúsinu