Ölver gaf bráðamóttöku HSU átta spjaldtölvur

Björn Þór afhendir Kolbrúnu gjöfina með formlegum hætti. Ljósmynd/HSU

Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn færði bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands góðan styrk á dögunum í formi átta spjaldtölva.

Þessi styrkur mun nýtast vel fyrir skjólstæðinga bráðamóttökunnar og bráðalyflækningadeildar, þar sem sjúklingar geta þurft að liggja lengur en áætlað er.

Það var Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku og bráðalyflækningadeildar sem tók á móti styrknum frá Birni Þór Gunnarssyni, varaforseta Kiwanisklúbbsins Ölvers.

Fyrri greinFastir feðgar fengu aðstoð björgunarsveitanna
Næsta greinHFSu og SASS undirrita samning um nýsköpunarstefnu