Ölvaður ökumaður lenti utan vegar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír ökumenn sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í liðinni viku reyndust ölvaðir. Einn þeirra stöðvaður í Hveragerði, annar á Skeiða- og Hrunamannavegi og sá þriðji hafði ekið út af Suðurlandsvegi í Rangárþingi ytra, án þess þó að slasast.

Alls voru 15 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í síðustu viku, af þeim voru fjórir á 130 km/klst hraða eða meira á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Einn ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinMygla ógnar faglegu starfi frístundaheimilis
Næsta greinSunnlendingum fjölgar langt umfram landsmeðaltal