Ölvaður ökumaður flúði af slysstað

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þriggja bíla árekstur varð á Þrengslavegi á sjötta tímanum í morgun og var vegurinn lokaður í um eina klukkustund vegna þess.

Ökumaður eins bílsins flúði af vettvangi, en lögreglan náði honum fljótlega. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Enginn slasasðist í árekstrinum en dráttarbíl þurfti til að koma bílum af vettvangi.

RÚV greinir frá þessu.

Fyrri greinÞrjár flugeldasýningar í dag
Næsta greinVarasamt ferðaveður í kvöld og nótt