Ölvaður fór útaf í Þrengslunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um umferðarslys á Þrengslavegi á sunnudag þar sem bifreið hafði hafnað utan vegar.

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Í dagbók lögreglunnar er greint frá tveimur öðrum umferðarslysum. Á laugardag var lögregla kölluð til eftir að bifreið var ekið á verslun í Vík og braut þar gler í glugga. Ekki urðu slys á fólki. Á miðvikudag varð síðan harður árekstur tveggja bíla sem mættust á Efri-Grafningsvegi Ökumenn beggja bifreiða slösuðust og voru fluttir á slysadeild í Reykjavík.

Fyrri grein44 keppendur í Bláskógaskokki
Næsta greinMargrét ráðin „ráðhússtjóri“ Stafræns Suðurlands