Ölvaður endaði úti í móa

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði fjóra ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur í síðustu viku. Einn þeirra endaði akstur sinn úti í móa skammt frá Grímsborgum í Grímsnesi en slapp án alvarlegra meiðsla.

Tveir til viðbótar voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna eða lyfja við aksturinn.

Þá fóru 27 ökumenn yfir strikið á radarmæli lögreglunnar. Hraðakstursbrotin voru þrettán í Árnessýslu, átta í Rangárþingi og sex í Skaftafellssýslunum.

Fyrri greinTinni og Gísli Marteinn mæta í sumarlestur fullorðinna
Næsta greinRausnarleg gjöf til Listasafns Árnesinga