Ölvaður á fjórum negldum dekkjum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af þremur ökumönnum í síðustu viku sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.

Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn sem endaði með veltu á Auðsholtsvegi í Hrunamannahreppi.

Þrír aðrir ökumenn eru einnig grunaðir um ölvun við akstur og að auki fær einn þeirra væntanlega sekt vegna aksturs á fjórum negldum hjólbörðum. Þrír til viðbótar voru kærðir fyrir að aka á negldum dekkjum í síðustu viku en sektin hljóðar upp á 40 þúsund krónur fyrir hvert dekk.

Fyrri greinLöggan rann á lyktina
Næsta greinSigurjón ráðinn bæjarstjóri Hornafjarðar