Ölvaður á stolnum bíl

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann um kl. 2:30 í nótt sem reyndist ölvaður.

Í ljós kom að bifreiðin sem maðurinn ók var stolinn og var ökumaðurinn því færður á lögreglustöðinar þar sem hann gisti fangageymslur.

Maðurinn verður yfirheyrður í dag. Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil í umdæmi Selfosslögreglunnar.

Fyrri greinGuðmundur og Olga fengu heiðursmerki
Næsta greinSelfoss vann stigakeppni félaganna