Ölvaðir ökumenn í tveimur slysum

Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli á sunnudagsmorgun og í báðum tilvikum eru ökumenn grunaðir um ölvun við akstur.

Jeppabifreið sem var á leið frá Vík valt á Reynisfjalli nokkru sunnan við afleggjarann að Heiði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og slapp með smá skrámur en hann var í bílbelti. Hann er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis.

Þá varð harður árekstur milli fólksbifreiðar og vöruflutningabíls á gatnamótum þjóðvegar 1 og Þórsmerkurafleggjara. Ökumaður fólksbifreiðarinnar er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Engin slys urðu á fólki í þessum árekstri.

Fyrri greinHamarsmenn fögnuðu í Njarðvík
Næsta greinErill hjá Hvolsvallarlöggu