Ölvaður velti við Búðarháls

Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um bílveltu við Búðarhálsvirkjun snemma á sunnudagsmorgun.

Ekki urðu slys á fólki en ökumaður bílsins er grunaður um ölvun við akstur. Málið er í rannsókn.

Þá varð bílvelta við Skammadal í Mýrdalshreppi á laugardag. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðin er talsvert skemmd. Þarna var um að ræða erlenda ferðamenn á bílaleigubíl. Allir voru í bílbelti og er talið að þau hafi bjargað fólkinu frá meiðslum.