Ölvaður ökumaður fór kantanna á milli

Ökumaður, sem lögregla tók úr umferð í gærkvöldi, var svo ofurölvi, að hann gat ekki blásið í áfengismæli lögreglunnar.

Ökumaður sá til ölvaða mannsins á Hellisheiði þar sem bíll hans rambaði kantanna á milli og var því hvað eftir annað á röngum vegarhelmingi. Hann hringdi á Neyðarlínuna, sem tilkynnti Selfosslögreglunni um ökulagið og fór hún til móts við manninn og stöðvaði hann fyrir neðan Kambana.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Selfossi þar sem tekin var úr honum blóðprufa.

Vísir greindi frá þessu