Ölvaður ók inn í húsagarð

Ölvaður maður á sextugsaldri ók bíl sínum inn í húsagarð við Þóristún á Selfossi um klukkan ellefu í gærkvöldi. Hann var handtekinn og gisti fangageymslur.

Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið þegar það sá bílljós í garðinum hjá sér og kallaði til lögreglu.

Maðurinn var ekki viðræðuhæfur sökum ölvunar og mótmælti afskiptum lögreglu harðlega.

Fyrri grein62 milljónir í nýframkvæmdir og endurbætur
Næsta greinFinnbogi Vikar: Makríll 2013 og tækjakaup