Ölvaður með átján farþega

Umferðardeild lögreglunnar á Suðurlandi hafði afskipti af ökumanni hópferðabifreiðar skömmu fyrir hádegi á fimmtudag þar sem hann var á leið austur Suðurlandsveg við Lögberg.

Í samræðum við ökumanninn fundu lögreglumenn áfengisþef leggja frá vitum hans og við forskoðun mældist áfengi í blóði hans meira en góðu hófi gengdi.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.

Í bifreiðinni voru 18 farþegar.