Ölvaður í síðdegisumferðinni á Ölfusárbrú

Síðdegis á föstudag var tilkynnt um bifreið sem var ekið utan í brúarhandrið Ölfusárbrúar. Ökumaður hélt för sinni áfram inn á Eyraveg og bifreiðin fannst stuttu síðar á Kirkjuvegi við Heiðarveg.

Ökumaðurinn reyndist ölvaður og sviptur ökuréttindum.