Ölvaður í innanbæjarakstri

Lögreglan stöðvaði ölvaðan ökumann um kl. 19:40 í kvöld á Eyravegi á Selfossi. Aksturslag mannsins varð til þess að lögreglan stöðvaði hann en maðurinn svínaði fyrir annan ökumann.

Ökumaðurinn er á sextugsaldri og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á hann nokkuð flekklausan feril í umferðinni. Hann var síðast stöðvaður árið 1979 og þá einnig fyrir ölvunarakstur.

Umferðin í Árnessýslu hefur gengið ágætlega í dag þrátt fyrir mikla hálku víða á vegum úti. Bílvelta varð á Þingvallavegi rétt ofan við Hakið um klukkan þrjú í dag. Ökumaður missti þar stjórn á bíl sínum í hálku. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í veltunni.

Fyrri greinEkki ljóst hvar Margrét fer fram
Næsta greinBryndís í fimmta sæti í Sterkasta kona heims