Ölvaður á Biskupstungnabraut

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann sem ók á 113 km hraða á Biskupstungabraut í nótt. Maðurinn var við skál og var því færður á lögreglustöðina.

Ökumaðurinn, sem er 18 ára gamall, var stöðvaður um kl. 1 í nótt. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu, leiði blóðsýni í ljós að hann hafi verið undir áhrifum við aksturinn.