Ölvaður á 70 í íbúðahverfi

Karlmaður á þrítugsaldri var sviptur ökuréttindum á Selfossi í nótt. Hann ók ölvaður á 70 km hraða þar hámarkshraðinn er 30 km.

Lögreglan fór með manninn á lögreglustöðina og svipti hann ökuréttindum tímabundið. Hann á að auki von á töluvert hárri sekt.

Mikið var að gera hjá lögreglunni á Selfossi í nótt en skemmtanahald í sýslunni gekk þó að mestu áfallalaust fyrir sig.