Ölvaðir og æstir á slysstað

Sjúkralið og lögregla var kallað til laust eftir hádegi á föstudag vegna manns sem hafði dottið af hestbaki skammt frá Kjarnholtum i Biskupstungum.

Þegar hjálparlið kom á staðinn voru þar fyrir nokkrir ölvaðir menn og sá slasaði sem sjálfur sagðist hafa dottið á milli þúfna.

Sjúkraflutningamenn áttu erfitt með að athafna sig á staðnum vegna ölvunarláta og æsings nokkurra manna.

Sá slasaði reyndist fótbrotinn og var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi til skoðunar.

Fyrri greinKlæddu sig upp og hlupu út
Næsta greinDagbók lögreglu: Ekið á hross í Ölfusi