Ólöf María dúxaði í FSu

(F.v.) Aldís Elva Róbertsdóttir, Ólöf María Stefánsdóttir og Dagný Rós Stefánsdóttir. Ljósmynd/FSu

Ólöf María Stefánsdóttir frá Selfossi er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2020. 

Í dag voru 96 nemendur brautskráðir frá skólanum í óhefðbundinni brautskráningu. Vegna samkomutakmarkana var brottfarendum skipt niður í tvo hópa og tvær athafnir fóru fram kl. 13 og kl. 15.

Ólöf María og Aldís Elva Róbertsdóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu og Dagný Rós Stefánsdóttir frá Þjóðólfshaga hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir frábæra frammistöðu á stúdentsprófi.

Ólöf María hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Aldís Elva hlaut að auki viðurkenningar fyrir afbragðs árangur í íslensku og dönsku. Dagný Rós hlaut að auki viðurkenningar fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum, þýsku og spænsku og einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku og sögu.

Verðlaunaregn
Hekla Rún Harðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku. Hildur Helga Einarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í stærðfræði. Halla Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku. Anna Sigurveig Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framfarir, seiglu og afar góðan árangur í myndlist og einnig viðurkenningu fyrir vinnusemi, ástundun og miklar framfarir á námstímanum í FSu. Gróa Dagmar Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir afburða árangur í nýsköpun og miðlun. Arnar Kristinsson og Sóley Kristjánsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur í leiklist. Nanna Guðný Karlsdóttir og Bjarkar Þór Sigurfinnsson hlutu viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í hönnun og textíl. Pétur Gabríel Gústafsson hlaut viðurkenningu fyrir hugmyndaríka og skapandi vinnu í kvikmyndagerð.

Bergrún Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur á hestalínu stúdentsbrautar. Halldóra Birta Sigfúsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttafræðum. Engilbert Þórir Atlason hlaut viðurkenningu frábæran árangur og vandvirkni í vélvirkjagreinum. Brynjar Jón Brynjarsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í rafvirkjun. Ólafur Guðni Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur og metnað í rafvirkjun.

Sólmundur Magnús Sigurðarson og Gústaf Sæland hlutu viðurkenningar fyrir frábær félagsstörf í þágu nemenda FSu.

Auk þess voru tveir starfmenn heiðraðir við starfslok, þeir Arnlaugur Bergsson og Þórarinn Ingólfsson.

Fyrri greinFrítt í sund fyrir öll börn í Árborg
Næsta greinGrunnskólinn á Hellu og Flóaskóli í úrslit Skólahreysti