Ölóður maður á Örkinni

Lögregla var kölluð að Hótel Örk í Hveragerði upp úr miðnætti á föstudag vegna manns sem réðist á þrjá starfsmenn hótelsins.

Maðurinn var ölvaður og lét mjög ófriðlega svo að lögreglumenn urðu að beita valdi til að koma honum út úr húsi og í fangageymslu.

Ekki liggur fyrir hvort þeir sem urðu fyrir árásinni hyggist kæra manninn fyrir líkamsárás.

Fyrri greinLeitað að vitnum að líkamsárás
Næsta greinEyrbekkingar með unglingalið á badmintonmóti