Öllum tilboðum í Herjólf hafnað

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum í rekstur Herjólfs og óskað eftir því að Eimskip reki skipið áfram í mánuð til viðbótar.

Tilboðsgjöfum er veittur frestur til 13. apríl til að skila inn nýjum tilboðum.

Eimskip, Sæferðir og Samskip buðu í rekstur Herjólfs frá 1. maí næstkomandi. Tilboð Samskipa var lægst, rúmlega 600 milljónir króna, sem er 72,4% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Næstlægsta tilboðið var frá Eimskip, það var rúmum þremur prósentum hærra en áætlaður kostnaður.

Fyrri greinBuster þefaði uppi kannabis
Næsta greinYfir níutíu plöntur fundust í húsleitinni