Öllum starfsmönnum sagt upp

Prjónastofan Glófi á Hvolsvelli mun loka 1. mars á næsta ári rætist ekki úr verkefnastöðunni fyrir þann tíma. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins á Hvolsvelli, ellefu talsins hefur verið sagt upp.

Þetta staðfestir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa. Starfsmenn Glófa eru 45 og starfa við framleiðslu á Akureyri, í Kópavogi og á Hvolsvelli.

Á fundi sínum í morgun samþykkti byggðarráð Rangárþings ytra bókun þar sem hörmuð er sú ákvörðun eigenda Glófa ehf. að segja upp starfsfólki sauma- og prjónastofunnar á Hvolsvelli.

„Áratuga reynsla og þekking starfsfólks glatast ef starfsemi fyrirtækisins yrði hætt á Hvolsvelli og flutt á höfuðborgarsvæðið. Byggðarráð hvetur eigendur til þess að endurskoða þessa ákvörðun sína og leita allra leiða til þess að starfsemi geti haldið áfram á Hvolsvelli,“ segir í bókuninni.

Fyrri greinFjölskyldan í jólaskap
Næsta greinSpennandi keppni í fyrri umferð