Öllum sagt upp hjá Fagus

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Hafnarfréttir greina frá þessu og segja að starfsfólk muni vinna uppsagnarfrestinn, sem er í flestum tilfellum þrír mánuðir.

Trésmiðjan Fagus var stofnuð árið 1991 af heimamönnum í Þorlákshöfn en fyrirtækið var selt til Parka Interiors árið 2020. Fagus var eina starfandi innréttinga- og hurðaframleiðsluverkstæðið á Suðurlandi.

Vísir hefur hefur Gústafi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Bitter, móðurfélags Parka Interiors, að starfsfólki bjóðist að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu og vonast sé til þess að hægt verði að halda starfsemi áfram í Þorlákshöfn.

Fyrri greinTöfrandi listasýning á Eyrarbakka
Næsta greinMarkaþurrð Selfoss heldur áfram