Öll vinna heilbrigðisstarfsmanna til fyrirmyndar

Grímsvatnagosið 2011. Ljósmynd/Ólafur Sigurjónsson

Í dag er ár liðið frá eldgosinu í Grímsvötnum sem hófst að kvöldi 21. maí 2011.

Nýverið hittust fulltrúar frá Almannavörnum, ráðuneytisstjóranefnd sem stofnuð var í kringum Grímsvatnagosið, sveitarstjóri og oddviti Skaftárhrepps, ásamt hjúkrunarstjóra HSu á Klaustri, Auðbjörgu Bjarnadóttur.

Á fundinum kom fram hjá Ráðuneytisstjóra Velferðarráðuneytisins, að öll vinna starfsfólks Heilbrigðisstofununar Suðurlands hefði verið til fyrirmyndar á meðan á gosi stóð, öll samskipti út á við voru óaðfinnanleg, tengiliðir verið til sóma og rétt staðið að allri upplýsingasöfnun.

Í frétt á heimasíðu HSu kemur fram að fyrir starfsfólk stofnunarinnar eru þetta góðar fréttir, en eins og allir vita hefur mikið mætt á stofnuninni undanfarin ár, vegna jarðskjálfta, gosa, öskufalls og öskufjúks á þjónustusvæðinu.

Fyrri greinElfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í Svartakletti
Næsta greinÁstandið slæmt vegna ofbeitar