Öll tilboðin yfir áætlun

BES á Eyrarbakka. Mynd úr safni.

Þrír verktakar buðu í breytingar á inngangi Barnaskólans á Eyrarbakka sem vinna á að í sumar. Trésmiðja Sæmundar í Hveragerði bauð lægst í verkið en öll tilboðin voru yfir áætlun.

Tilboð Trésmiðju Sæmundar var rúmar 11,6 milljónir króna en kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á rúmlega 11,0 milljónir.

Agnar Pétursson á Selfossi bauð rúmar 12 milljónir króna og Smíðandi ehf á Selfossi rúmlega 16,6 milljónir króna.

Fyrri greinSækja göngumann í snælduvitlausu veðri
Næsta greinBjörn sýnir í Listagjánni