Öll tilboðin yfir áætlun

Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð lægst í endurgerð 2,3 km Búrfellsvegar frá Þingvallavegi að Búrfelli, ásamt lagningu klæðingar.

Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var rúmar 55,3 milljónir króna. Tilboð Mjölnis hljóðaði upp á rúmar 57,9 milljónir króna, eða 108,3% af kostnaðaráætlun.

Þróttur ehf bauð tæpar 58,8 milljónir króna í verkið og Suðurtak ehf bauð tæplega 61,6 milljónir króna.

Klæðningu vegarins á að vera lokið þann 1. október næstkomandi en öllum frágangi á að vera lokið lok eru þann 15. október.

Fyrri greinEden rís úr öskunni
Næsta greinKvenfélag Hvammshrepps gaf sjónvarp á HSu