Öll mannvirki á Friðarstöðum rifin

Ákveðið hefur verið að rífa öll mannvirki á Friðarstöðum í Hveragerði og verður verktökum gefin kostur á að bjóða í verkið í næstu viku.

Á jörðinni eru þrjú íbúðarhús, sjö gróðurhús og ýmis útihús.

Áætlað er að verkinu verði lokið mánaðarmótin júní/júlí. Í tilkynningu frá byggingarfulltrúanum í Hveragerði er það áréttað að öll umferð um svæðið er bönnuð vegna slysahættu.

Hveragerðisbær leysti til sín eignir á jörðinni í fyrravor en mannvirki á Friðarstöðum skemmdust mikið í Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Jörðin sem slík hefur verið í eigu Hveragerðisbæjar frá árinu 1986 en ábúendur sátu jörðina á grundvelli erfðafestuákvæðis.

Fyrri greinHestaeigandi sviptur ellefu hrossum
Næsta greinNafn konunnar sem lést