Öll hús tengd fyrir áramót

Gagnaveita Reykjavíkur hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum í Hveragerði áætlun sína um að ljósleiðaravæðingu í Hveragerði ljúki á þessu ári.

Þannig ættu öll hús í þéttbýli Hveragerðis að vera tengd ljósleiðara fyrir næstu áramót.

„Við fögnum áformum Gagnaveitu Reykjavíkur um hraða uppbyggingu ljósleiðaranetsins í bæjarfélaginu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Nú eru 312 heimili tengd ljósleiðarakerfinu en framundan er að tengja 674 heimili.

„Við höfum óskað eftir því við Gatnaveituna að halda kynningarfund fyrir íbúa þar sem þessi áform verða kynnt og fjallað verði um þá þjónustu sem í boði er,“ segir Aldís.

Fyrri greinSelfoss lá gegn HK
Næsta greinSkólarnir verða opnir í verkfallinu