Öll framboðin starfa saman

Sveitarstjórnarfulltrúar D, Ó, og Z-lista í Skaftárhreppi hafa gert með sér gera með sér samkomulag um samstarf í sveitarstjórn á nýhöfnu kjörtímabili. Eygló Kristjánsdóttir verður áfram sveitarstjóri.

Í samstarfsyfirlýsingur nýrrar sveitarstjórnar segir að meginmarkmið hennar sé að vinna sameiginlega að því að efla grunnþjónustu og bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu.

Þá er með hlutleysi gagnvart rammaáætlun gert ráð fyrir því að vinna samkvæmt gildandi aðalskipulagi út kjörtímabilið. Berist sveitarstjórn til umsagnar tillaga að rammaáætlun þrjú, verði tekin hlutlaus afstaða til virkjunarkosta. Einnig verði gætt hlutleysis í umræðu um stórvirkjanir út á við og í samskiptum við hagsmunaaðila. Jafnframt skal leitast við að gera stjórnsýsluna opnari og skilvirkari, ásamt því að efla jákvæða umræðu í samfélaginu.

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar var Eva Björk Harðardóttir, D-lista, kosin oddviti og Guðmundur Ingi Ingason, Ó-lista, varaoddviti.

Fyrri greinSvarta fjaran opnar á næstu dögum
Næsta greinFergja dúk á þaki Matvælastofnunar