Öll börnin og allt starfsfólkið í einangrun eða sóttkví

Kerhólsskóli. Ljósmynd/gogg.is

Ekk­ert skóla­hald verður í Ker­hóls­skóla í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi í þess­ari viku sök­um kór­ónu­veiru­smita. Öll börn og starfs­fólk skól­ans eru annaðhvort í sótt­kví eða ein­angr­un.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Jónu Björgu Jónsdóttur, skólastjóra, að þetta séu fyrstu smitin í skólanum síðan faraldurinn hófst. Fjög­ur smit hafa greinst meðal barna í skól­an­um, bæði á leik­skól­an­um og grunn­skól­an­um, og tvö smit meðal starfs­fólks.

Jóna seg­ir það erfiða stöðu að þurfa að loka skól­an­um í viku en enginn komi aftur í skólann fyrr en hann er búinn að fara í skimun.

Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru 44 í einangrun í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en enginn í sóttkví.

Frétt mbl.is

Fyrri greinFærði sig í aftursætið þegar lögreglan stöðvaði hann
Næsta greinUngmennaliðið tapaði í spennuleik