Óljóst hvenær nytjamarkaðurinn opnar aftur

Ekki er enn ljóst hvenær nytjamarkaður Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi opnar aftur en húsnæði hans skemmdist í eldsvoða í síðustu viku.

Ekkert brann inni í markaðnum en nokkur reykur barst þangað inn.

“Það er ennþá nokkur brunalykt í húsinu sem virðist berast inn frá brunninni klæðningu. Það stendur til að fara í viðgerðir á húsinu í þessari viku og við erum að fara í gegnum búðina og henda því sem ekki er hægt að selja,” sagði Aron Hinriksson, prestur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is.

“Ég treysti mér ekki til þess að dagsetja opnun en það verður vonandi ekki mjög langt þangað til,” sagði Aron.