Óljóst hvað Skandia dælir lengi

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Skandia haldi áfram að dæla úr Landeyjahöfn í maí en verktakasamningur miðar við að ekki sé dælt úr höfninni í sumar.

Samkvæmt verksamningi við Íslenska gámafélagið átti skipið að hefja dælingu í byrjun janúar og vera við dælingu til 1. apríl. Í samningnum er miðað við að skipið dældi um 180 þúsund tonnum af sandi til vors en búið er að dæla um 40 þúsund tonnum.

Samningurinn við Íslenska gámafélagið er til þriggja ára og er miðað við að Skandia verði við dælingu frá 1. nóvember til 1. apríl næstu tvö árin.

Samkvæmt samningnum átti að greiða 132,8 milljónir fyrir dælingu á tímabilinu 2. janúar til 1. apríl sl.