Olíu stolið í Þorlákshöfn

Eitthundrað lítrum af dísilolíu var stolið af vörubifreið frá BM Vallá á athafnasvæði fyrirtækisins í Þorlákshöfn í síðustu viku.

Þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt síðastliðinn þriðjudags.

Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinGlæsilegt opnunarkvöld á Fróni
Næsta greinSýna fjórða árið í röð