Ölfusingar vilja unglingalandsmót

Bæjarráð Ölfuss hefur áhuga á því að skoða möguleika á að halda unglingalandsmót UMFÍ, annað hvort árið 2013 eða 2014.

Að sögn Ólafs Arnars Ólafssonar, sveitarstjóra, hefur bærinn nú þegar allt til alls til að halda slíkt mót enda ekki langt síðan mótið var haldið í Þorlákshöfn. Því var samþykkt að kynna málið fyrir stjórn HSK og óska eftir afstöðu hennar til hugsanlegrar umsóknar um að halda mótið í Þorlákshöfn 2013 eða 2014.

UMFÍ hefur undanfarið sent sveitarstjórnum á Suðurlandi erindi þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd unglingalandsmóta UMFÍ árin 2013 og 2014 og er umsóknarfrestur til 30. apríl. 2011.

Bæjarráð Þorlákshafnar samþykkti samhljóða að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fyrri greinTrassar sektaðir komi þeir of seint
Næsta greinGreiðslustöðvun Ræktó lokið og nauðasamningar í gang