Ölfusárbrú skreytt fyrir jólin

Liðsmenn Björgunarfélags Árborgar eru nú að ganga frá jólaskreytingum á Ölfusárbrú en jólaljósin í Árborg verða kveikt næstkomandi fimmtudagskvöld.

Venja er að kveikja jólaljósin í Árborg með athöfn við bókasafnið á Selfossi og verður engin breyting á því í ár.

Athöfnin hefst kl. 17:40 með tónlistarflutningi Karítas Hörpu Davíðsdóttur og barnakórs Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Kl. 18:00 kveikir svo yngsti íbúi sveitarfélagsins á ljósunum með dyggri aðstoð starfsmanna Árborgar.

Sama dag opnar jólatorgið sem staðsett er fyrir framan Ölfusárbrú en þar verður handverksmarkaður frá fimmtudegi til laugardags fram að jólum. Viðburðir á sviði um helgar, jólatónlist og markaðsstemmning.

Fyrri greinNaumt tap á útivelli
Næsta greinMenningarsalurinn fékk flygil að gjöf